Notkun snjalltækja

LSM-013 byggir á VKL-301 gr. 5 flæðirit

  1. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem innritast hafi yfir eigin fartölvu/spjaldtölvu að ráða enda miðast kennsla við það.
  2. Í kennslustund skulu nemendur aðeins nota þau snjalltæki við vinnu sem tengist viðkomandi áfanga.
  3. Kennari stýrir vinnu í kennslustundum og stjórnar notkun á þessum búnaði eftir því sem við á. Kennari hefur leyfi til að banna alla notkun snjalltækja.
  4. Nemendum er bannað að lána öðrum aðgang sinn eða gefa upp notendanafn og lykilorð.
  5. Nemendur mega ekki sækja forrit út á netið og vista á neti skólans.
  6. Óheimilt er að setja forrit inn á vélar skólans.
  7. Nemendum er stranglega bannað að birta/senda óviðeigandi efni og skilaboð um samnemendur og starfsmenn skólans.
  8. Nemendur skulu ganga vel um allan tækjabúnað skólans.
  9. Ef nemendur fylgja ekki reglum skólans um notkun snjalltækja geta þeir átt á hættu að missa aðgang að tækjum skólans og neti skólans.

Brjóti nemandi reglur skólans um notkun snjalltækja fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum getur leitt til áminningar eða brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.

Síðast uppfært 29. janúar 2024