Prentvæn útgáfa
Á opinni braut er áhersla lögð á að byggja upp almennan sterkan þekkingargrunn með því að nemendur aðlaga námið að þörfum sínum og áhugasviðum.
Brautinni lýkur með stúdentsprófi og þar með býr nemandinn yfir þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Við samsetningu námsins tryggir nemandi sér að námið veiti honum réttan undirbúning undir það framhaldsnám sem hann hyggst leggja stund á. Með afreksíþróttasviði er nemanda sem stundar keppnisíþróttir gert kleift að stunda þær samhlíða námi.
Inntökuskilyrði
sjá hér
Námstími
Námstími til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn til að ljúka á þeim tíma.
Brautin skiptist í kjarna 128 einingar (þar af 30 einingar afreksíþróttir), 20 einingar bundið val, 45 einingar bundið pakkaval og 10 einingar frjálst val, samtals 203 eining.
128 einingar - Kjarni
Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu
- Afreksíþróttir (30) AFRE 1AAO5 1AB05 2BA05 2BB05 3CA05 3CB05
- Danska (5) DANS 2BA05
- Enska (15) ENSK 2BA05, 2BB05, 3CA05
- Íslenska (20) ÍSLE 2BA05, 2BB05, 3CA05, 3CB05
- Stærðfræði (10) STÆR 2BA05/2BD05 og STÆR2BB (Tölfræði, talninga- og líkindafræði)
- Þriðja mál (15)
- Fjármálalæsi (5) FJÁR 2BA05 áfangi tekinn á 5.-6. önn
- Kynjafræði (5) KYNJ 2BA05 áfangi tekinn á 3.-4. önn
- Virðing, efling, rökhugsun og atorka (5) VERA 1AA01, 1AB01, 1AC01, 1AD01, 2BA01 (2BA01 tekinn á lokaönn)
- Lokaverkefni (3) LOVE 3CA03 áfangi tekinn á lokaönn
- Umhverfisfræði (5) UMHV 2BA05 áfangi tekinn á 1.-2. önn
- Raungreinar (5) EFNA2BA05/ EÐLI2BA05/ LÍFF2BA05/JARÐ2BA05 nemandi velur einn áfanga
- Félagsgreinar (5) FÉLA2BA05/ FJÖL2BA05/ SAGA2BA05/ SAGA2BB05/SAGA2BC05/SÁLF2BA05 nemandi velur einn áfanga
20 einingar - Bundið val
Nemandi velur 20 einingar eða 4 áfanga*
*Nemendur velja áfanga í bundið val, miðað við aðgangsviðmið háskóla
45 einingar - Bundið pakkaval
Nemandi velur 3 mismunandi kippur. Ein kippa samanstendur af þremur áföngum, alls 15 einingar. Af þessum 15 einingum þurfa að minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.
Kippur í boði
10 einingar - Frjálst val
Frjálst val 10 einingar þar sem nemandi getur haldið áfram að dýpka þekkingu sína eða valið aðra áfanga sem skólinn býður upp á.
Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar geta verið 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.
Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 203 einingar, en nemandi má útskrifast með fleiri einingar.
Danska, enska, íslenska, stærðfræði á fyrsta þrepi teljast ekki með til stúdentsprófs þ.e. í 203 eininga pakkanum.
Lokamarkmið opinnar brautar
Að loknu námi á opinni braut skal nemandi hafa hæfni til að:
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær
- sýna frumkvæði og skapandi hugsun við lausnamiðað nám
- efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
- leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
- gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast viðfangsefni sín og umhverfi á víðsýnan, umburðarlyndan og ábyrgan hátt
- fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
- beita aðferðum þeirra greina sem hann sérhæfir sig í og velja viðeigandi rannsóknaraðferð hverju sinni
- nýta sérþekkingu sína sem hann hefur öðlast á brautinni til frekara náms eða starfs