Upplýsingar fyrir nemendur á starfsbraut

Nýnemar þurfa að virkja MK netfangið sitt og stofna aðgang á Innu áður en þeir byrja í skólanum. Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn á office 365 og Innu má finna hér: 

Leiðbeiningar til að virkja netfang

Leiðbeiningar til að skrá sig inn á Office

Upplýsingar um viðburði á vegum skólans má finnna á heimasíðu skólans.

  • Nýnemum stendur til boða að fara í nýnemaferð á byrjun haustannar.
  • Nemendafélagið setur upplýsingar um böll og aðra viðburði á þeirra vegum á samfélagsmiðla sína.

INNA er námsumsjónarkerfi sem nemendur í framhaldsskóla nota til að fylgjast með námi sínu. Þar geta þeir séð stundatöflur sínar, athugasemdir frá kennurum og tilkynningar um forföll kennara.

  • Forföll kennara: Kennsla fellur niður ef kennari er veikur. Nemendur fá tilkynningu um það á Innu.
  • Forföll nemanda: Foreldrar eða nemandi skrá í Innu eða tilkynna skrifstofu MK í símanúmer: 594-4000

Tengill á INNU

Þurfi nemandi að vera tímabundið fjarverandi frá skóla, þarf að sækja um leyfi á heimasíðu skólans.

Tengill á ósk um tímabundna fjarveru

Starfsbraut MK fylgir skóladagatali MK sem finna má á heimasíðu skólans. Athugið að námsmatsdagar og lesdagar eru skipulagsdagar kennara og þá er engin kennsla.

Tengill á skóladagatal

Inngangur á starfsbraut opnar kl. 8:00. Kennsla hefst 8:20

Síðast uppfært 29. apríl 2025