Nýnemar þurfa að virkja MK netfangið sitt og stofna aðgang á Innu áður en þeir byrja í skólanum. Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn á office 365 og Innu má finna hér:
Leiðbeiningar til að virkja netfang
Leiðbeiningar til að skrá sig inn á Office
Upplýsingar um viðburði á vegum skólans má finnna á heimasíðu skólans.
INNA er námsumsjónarkerfi sem nemendur í framhaldsskóla nota til að fylgjast með námi sínu. Þar geta þeir séð stundatöflur sínar, athugasemdir frá kennurum og tilkynningar um forföll kennara.
Þurfi nemandi að vera tímabundið fjarverandi frá skóla, þarf að sækja um leyfi á heimasíðu skólans.
Tengill á ósk um tímabundna fjarveru
Starfsbraut MK fylgir skóladagatali MK sem finna má á heimasíðu skólans. Athugið að námsmatsdagar og lesdagar eru skipulagsdagar kennara og þá er engin kennsla.
Inngangur á starfsbraut opnar kl. 8:00. Kennsla hefst 8:20