GAIA2BA05 - Gervigreind

Í þessum áfanga fá nemendur kynningu á gervigreind (spunagreind) og notkun hennar bæði í námi, starfi og daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í notkun mismunandi verkfæra sem boðið er upp á, til dæmis við útskýringar á hugtökum og glósugerð. Nemendur þróa gagnrýna hugsun og kynna sér siðferðisleg málefni hvað varðar gervigreind og notkun hennar. Lögð er áhersla á skapandi verkefni og umræður í tímum.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Gervigreind, sögu og uppruna hennar.
  • Notkun gervigreindar, í daglegu lífi, námi og starfi.
  • Takmörkun gervigreindar og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar.
  • Siðferðislegum málefnum gervigreindar og áhrifum í nútíð og framtíð.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota gervigreindarverkfæri á ábyrgan hátt.
  • Móta spurningar og samhengisramma til að vera í skilvikum samskiptum við gervigreind.
  • Taka þátt í umræðum og miðla þekkingu sinni á álitaefnum gervigreindar.
  • Vinna verkefni í samstarfi við gervigreind.
  • Meta hvaða gervigreindarverkfæri er best að nota að hverju sinni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að :

  • Hafa gagnrýna hugsun í fyrirrúmi þegar gervigreind er notuð bæði í námi og starfi.
  • Taka þátt í umræðum um framtíð gervigreindar og samfélagsleg áhrif hennar.
  • Geta nýtt gervigreind á uppbyggilegan hátt með því að setja fram skýrt samhengi og spurningar sem skila sem bestum niðurstöðum.

Undanfari: Enginn

Námsmat: Sjá kennsluáætlun