DANA1FB00  - Danska á framhaldsskólabrú I
																											
	
	
		
					
				Þetta er grunnáfangi 1 í dönsku. Farið er í einfaldan orðaforða til að byrja með. Nemendur læra nýjan og einfaldan orðaforða. Nemendur læra eða rifja upp helstu málfræðireglur nafnorða, sagnorða og lýsingarorða. Færniþættirnir fjórir; hlustun, lestur, ritun og tal, eru þjálfaðir með því t.d. að lesa létta texta, hlusta á danskt efni á netinu, skrifa stutt ritunarverkefni og segja frá áhugamálum sínum. Efni áfangans er í samræmi við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
 
- Grunnreglum í danskri málfræði.
 
- Hvernig netorðabækur nýtast honum í námi.
 
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skilja innihald talaðs mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega.
 
- Lesa einfalda texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni.
 
- Segja frá efni sem hann hefur undirbúið, þekkir eða hefur áhuga á og notast við hjálpargögn.
 
- Skrifa stuttan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á.
 
- Fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál.
 
- Nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi.
 
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Fylgjast með sjónvarpsþáttum ef efnið er áhugavert.
 
- Tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum.
 
- Tjá sig munnlega um efni sem honum finnst áhugavert og hefur undirbúið sig fyrir.
 
- Skrifa um hugðarefni sín og áhugamál.
 
Undanfari: C, D og stjörnumerkt úr grunnskóla.