Námsmat, einkunnir og námsframvinda

LSM-011 byggir á VKL-203, gr. 5.3. VKL-301 gr. 5 flæðirit. VKL-307 gr. 5 flæðirit og VKL-308 gr. 5 flæðirit

 1. Námsmat byggir á þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Námsmatsaðferðir geta verið skriflegar, munnlegar, á rafrænu formi eða verklegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, leiðsagnarmat, símat og lokamat.
 2. Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1-10. Til að standast áfanga þarf nemandi að fá einkunnina 5. Nemanda er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 í einum áfanga. Einkunnin 4 gefur ekki einingar og því þarf nemandi að eiga umframeiningar á því þrepi svo hann nái upp í einingafjölda til útskriftar.
 3. Nemendum ber að taka þátt í öllu námsmati hvers áfanga. Heimilt er að vísa námsmati á sjúkraprófsdaga í lok annar enda liggi fyrir læknisvottorð.
 4. Verði nemandi uppvís að misferli tengt  námsmati er það meðhöndlað samkvæmt VKL-307 og GAT-038.
 5. Nemendum ber að skila öllum ritgerðum og verkefnum á tilsettum tíma. Upplýsingar um próf, verkefna- og ritgerðarskil eru á kennsluáætlunum. Sé nemandi veikur á skiladegi gilda reglur um skráningu veikinda. 
 6. Snjalltæki eru ekki leyfð í prófum nema það sé sérstaklega tekið fram.
 7. Nemanda er einungis heimilt að sitja í sama áfanga þrisvar. Þrífall getur varðað brottvikningu úr skólanum.
 8. Um námsframvindu gilda eftirfarandi viðmið fyrir nemendur sem stunda nám skv. námsskipulagi sem tekið var upp haustið 2015.

Að lokinni:

 1. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 15 einingum
 2. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 35 einingum
 3. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 55 einingum
 4. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 75 einingum
 5. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 95 einingum
 6. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 115 einingum
 7. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 135 einingum
 8. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 155 einingum
 9. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 175 einingum
 10. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 200 einingum 

Nemandi með hæga námsframvindu á ekki vísa skólavist.

 1. Ef fall í einum áfanga kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast með lokapróf má hann endurtaka námsmat í þeim áfanga. Skólinn innheimtir gjald fyrir endurtekt samkvæmt gjaldskrá.
 2. Til að ljúka námi á ákveðinni námsbraut þarf nemandi að hafa lokið þeim einingafjölda sem tilgreindur er í námskrá. Nemendur sem skila inn greiningu um námsvanda  fá lengdan próftíma eftir því sem við verður komið. Framkvæmd er í höndum kennara.
 3. Frestur til að skrá sig úr áfanga er 2 vikum frá upphafi annar (10 virkum dögum eftir að kennsla  hefst). Að þeim tíma liðnum þurfa nemendur að klára þá áfanga sem þeir eru skráðir í.

 

Brjóti nemandi reglur skólans um námsmat, námsframvindu eða prófareglur fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til  brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða 

Síðast uppfært 15. júní 2022