Um námsmat, einkunnir og námsframvindu

 LSM-011 byggir á VKL-203, gr. 5.3. VKL-301 gr. 5 flæðirit. VKL-307 gr. 5 flæðirit og VKL-308 gr. 5 flæðirit

 1. Námsmat byggir á þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Námsmatsaðferðir geta verið skriflegar, munnlegar, á rafrænu formi eða verklegar, falið í sér sjálfsmat, jafningjamat, leiðsagnarmat, símat og lokamat.
 2. Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1-10. Til að standast áfanga þarf nemandi að fá einkunnina 5. Nemanda er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 í einum áfanga. Einkunnin 4 gefur ekki einingar og því þarf nemandi að eiga umframeiningar á því þrepi svo hann nái upp í einingafjölda til útskriftar.
 3. Nemendum ber að taka þátt í öllu námsmati hvers áfanga. Heimilt er að vísa námsmati á sjúkraprófsdaga í lok annar enda liggi fyrir læknisvottorð.
 4. Verði nemandi uppvís að misferli tengt námsmati er það meðhöndlað samkvæmt VKL-307 og GAT-038. Sjá einnig gr. 5.2.  undir Meðferð ágreiningsmála.
 5. Nemendum ber að skila öllum ritgerðum og verkefnum á tilsettum tíma. Upplýsingar um próf, verkefna- og ritgerðarskil eru á kennsluáætlunum. Sé nemandi veikur á skiladegi gilda reglur um skráningu veikinda.
 6. Snjalltæki eru ekki leyfð í prófum nema það sé sérstaklega tekið fram.
 7. Nemanda er einungis heimilt að sitja í sama áfanga þrisvar. Þrífall getur varðað brottvikningu úr skólanum.

Um námsframvindu gilda eftirfarandi viðmið fyrir nemendur sem stunda nám skv. námsskipulagi sem tekið var upp haustið 2015.

Að lokinni:

 1. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 15 einingum
 2. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 35 einingum
 3. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 55 einingum
 4. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 75 einingum
 5. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 95 einingum
 6. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 115 einingum
 7. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 135 einingum
 8. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 155 einingum
 9. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 175 einingum
 10. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 200 einingum

 Nemandi með hæga námsframvindu á ekki vísa skólavist.

Um námsframvindu gildir eftirfarandi viðmiðun í eldra kerfi sem var í gildi til haustsins 2015

Að lokinni:

 1. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 9 einingum
 2. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 20 einingum
 3. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 32 einingum
 4. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 44 einingum
 5. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 56 einingum
 6. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 68 einingum
 7. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 80 einingum
 8. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 92 einingum
 9. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 104 einingum
 10. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 116 einingum
 11. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 128 einingum
 12. önn þarf nemandi að hafa lokið a.m.k. 140 einingum

 

Síðast uppfært 04. apríl 2019