Um skólasókn

LSM-012 byggir á VKL-203 gr. 5.2.

  1. Nemendum ber að sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
  2. Ef fjarvistir nemenda eru fleiri en 10% af heildarskólasókn er heimilt að víkja nemenda úr skólanum.
  3. Áður en nemenda er vikið úr skóla vegna lélegrar skólasóknar skal hann hafa fengið viðvörun í INNU. Endanleg brottvikning úr skóla vegna lélegrar skólasóknar er á ábyrgð skólameistara í samráði við skólaráð.
  4. Veikindi nemenda yngri en 18 ára skal foreldri/forráðamaður skrá í Innu samdægurs. Veikindi nemenda 18 ára og eldri skal tilkynna skrifstofu skólans samdægurs og staðfesta með læknisvottorði. Til að læknisvottorð sé tekið gilt þarf það að berast skrifstofu skólans innan viku frá lokum veikinda. Læknisvottorð gilda frá fyrsta degi. Nemendur eldri en 18 ára geta opnað aðgang foreldris/forráðamanns að INNU og þá getur viðkomandi skráð veikindi samdægurs í INNU. Skráning foreldris/forráðamanns jafngildir vottorði. 
  5. Sé um langvarandi veikindi að ræða eða fjarvistir sökum þráláts sjúkdóms þurfa nemendur að hafa samband við námsráðgjafa.
  6. Leyfi eru ekki veitt. Aðstoðarskólameistari annast frávik frá þessari reglu.
  7. Komi nemandi of seint í kennslustund, þ.e. eftir að kennsla er hafin, jafngildir það hálfri fjarvistarstund. Ef liðnar eru 30 mín. eða meira af kennslustund reiknast það sem full fjarvist. Geri nemandi ekki athugasemd við mætingaskráningu innan við viku telst hún rétt. 

Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.

 

Síðast uppfært 22. maí 2020