Námið

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um landið. Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004. Leiðsögunám er samtals 37 einingar og reiknast sem fullt nám.  Námið skiptist í tvennt; kjarni er kenndur á haustönn og kjörsvið á vorönn. Kjarninn er 17 einingar og er sameiginlegur fyrir alla.  Nám á kjörsviði er 20 einingar og felur í sér sérhæfingu á viðkomandi sviði.

Miðað er við að nemendur sem skipta náminu á 2 ár taki að lágmarki 7 einingar á önn.

Kennsla hefst 28. ágúst og útskrifast þeir nemendur sem lokið hafa bæði kjarna og kjörsviði í maí árið eftir.

Kennt er þrjú kvöld í viku; mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, frá klukkan 16:40 til 20:40 eða 21:20.  Á hvorri önn eru farnar 6 - 7 vettvangs- og æfingaferðir, þessar ferðir eru oftast á laugardögum.

Námsmat byggir á skriflegum og/eða munnlegum verkefnum og prófum. Nemendur þurfa að fá a.m.k. sjö af tíu í einkunn í öllum fögum. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar vettvangs- og æfingaferðir.

Kjörsvið

Nemendum skólans standa til boða tvö kjörsvið að loknu námi í kjarna; almenn leiðsögn og gönguleiðsögn.

Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvað kennt er í einstökum fögum er bent á að smella á skammstöfun fyrir áfangaheiti sem eru blá og eru fyrir aftan nafn á áfanga.  Dæmi: Atvinnuvegir ATV101. Þar er stutt lýsing á hvað er kennt í áfanganum og markmið.

Síðast uppfært 02. apríl 2024