Aðalfundur foreldraráðs

Aðalfundur foreldraráðs Menntaskólans í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 17. september kl.12:00 í húsnæði skólans við Digranesveg 51, stofu N-101.
Dagskrá aðalfundar:
 
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi foreldraráðs
  3. Umræður um skýrslu stjórnar
  4. Breytingar á starfsreglum foreldraráðs
  5. Stjórnarkjör
  6. Önnur mál
Nánari upplýsingar
Undir liðnum stjórnarkjör fer fram kosning fimm foreldra/forráðamanna nemenda auk tveggja varamanna. Formaður er kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi samkvæmt https://www.mk.is/is/foreldrar/starfsreglur-foreldrarads foreldraráðs.
Nýkjörin stjórn foreldraráðs tilnefnir á sínum fyrsta fundi einn áheyrnafulltrúa í skólanefnd og annan til vara.