Alþjóðlegt verkefni

Nokkur lógó

Á vorönn 2021 erum við að ljúka alþjóðlegu samvinnuverkefni sem heitir M4E3. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við fjölbrautaskólann í Numedal og menntaskólann í Teplice í Tékklandi. Í verkefninu er lögð áhersla á að nemendur frá MK kynnist nemendum frá Tékklandi, menningu og auðlindum hennar og að tékkneskir nemendur kynnist okkar menningu og auðlindum gegnum nemendur í MK. Samskiptin fara fram á netinu í gegnum TEAMS og er verkefnið styrkt af sjóðnum Iceland, Lichterstein and Norway grants og DZS (DZ Education).

Upphaflega hófst þetta samvinnuverkefni á vorönn 2020 og þá unnu 13 nemendur í MK með 16 nemendum í Tékklandi áfanga sem nefndist Orka. Var það þriggja eininga áfangi sem lagði áherslu á orku, orkuvinnsu, mat á umhverfisáhrif og sjálfbærrar orkuvinnslu í þessum tveimur löndum. Þegar tékknesku nemendurnir áttu að koma til okkar í heimsókn var skólinn lokaður og allri vinnu frestað þar til á þessarri önn vegna Covid heimsfaraldursins.

 

Í þessarri vinnu sem nú fer fram er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að nota ensku við ýmsar aðstæður og er enska samskiptamál nemendanna sín á milli. Þeir vinna verkefni um áhugasvið, land sitt og menningu, orku og orkuvinnslu og leggja mat á umhverfisáhrif og sjálfbærni orkuvinnslunnar.  Þannig öðlast nemendur færni í að vinna með stærðfræði og eðlisfræði við raunhæfar aðstæður.  Þeir nota tölvuforrit og upplýsingar af netinu við úrlausn verkefna. Nemendur bera saman orkuvinnslu í Tékklandi, Noregi og á Íslandi og draga ályktanir af niðurstöðunum. Áfanginn er einnar eininga áfangi.