Fundur með foreldrum/forráðamönnum nýnema fæddir 2009 verður haldinn þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00-18:30 í Sunnusal.
Þar verður stutt kynning á starfsemi skólans, nemendaþjónustunni og félagslífi. Að því loknu hitta forráðamenn umsjónarkennara sinna barna sem fer yfir mikilvæg atriði varðandi skólabyrjun og námsferil. Þar gefst einnig tækifæri fyrir óformlegt spjall og spurningar.