Froðu-Rave

Fimmtudaginn 17. nóvember verður MK Froðu-rave-ball haldið í Reiðhöllinni í Víðidal. Ballið hefst kl. 22:00 en hleypt verður inn til kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.

Miðasala hófst í dag, 14. nóvember, en miðinn kostar 5000 kr fyrir MK-inga sem mega hver taka einn gest sem borgar þá 6000 kr fyrir miðann.

Edrúpottur verður í anddyrinu og fimm heppin geta unnið gjafabréf fyrir 20.000 krónur!

Miðasalan er hér: https://yess.is/e/nmk/myrkramessaball_2022

Ath:

Ölvun ógildir miðann og athugið að þau sem kaupa miða fyrir gest bera ábyrgð á viðkomandi. Brjóti gesturinn skólareglur getur gestgjafinn lent í banni fyrir næsta ball.