Kökukeppni hjá grunndeild matvæla

Nemdendur grunndeildar með afraksturinn
Nemdendur grunndeildar með afraksturinn

Ýmislegt áhugavert hefur verið í gangi hjá okkur í MK.

Hér að neðan má sjá myndir frá kökukeppni nemenda í grunndeild matvæla.

Hver nemandi þurfti að laga sína eigin botna eftir leiðbeiningum frá kennara. Eftir það var farið yfir hvernig ætti að smyrja kreminu utan um kökuna. Nemendur þurftu sjálfir að hugsa um skreytingar þar sem kennari hjálpar ekkert til, er bara til staðar til að útfæra sumar flóknar hugmyndir. Nemendur fengu 2 klukkustundir til að gera sína köku og svo var kökunum stillt upp.

Dómarar sem dæmdu að þessu sinni voru ekki af verri endanum, deildarstjórar í matreiðslu og framreiðslu ásamt kennara í stærðfræðideild.

Eins og í öllum keppnum þarf einhver að vinna. Að þessu sinni voru það Aníta Fanney F. Grétarsdóttir í fyrsta sæti, Christelle Guðrún Skúladóttir í öðru og í þriðja sæti var Kári Hrafn Ólafsson Clausen.

Alls voru 29 tertur sem voru sendar inn í keppnina að þessu sinni.

Myndasafn á dropbox