Laus pláss í Leiðsöguskólanum

Nemendur Leiðsöguskólans
Nemendur Leiðsöguskólans

Hægt er að bæta við nemendum í Leiðsöguskólann í haust

Það er pláss fyrir nokkra nemendur í Leiðsöguskólann á komandi skólaári. Skólasetning er 29. ágúst.  Kennt er 3 kvöld í viku auk þess sem farið er í nokkrar ferðir á laugardögum. Leiðsögunám miðar að því undirbúa nemendur fyrir að fara með erlenda ferðamenn um landið. Boðið er upp á tvö kjörsvið; Almenna leiðsögn og Gönguleiðsögn. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um námið https://www.mk.is/is/leidsoguskolinn/um-leidsoguskolann/skolinn Einnig er hægt að hafa samband við fagstjóra Leiðsöguskólans í síma 594 4025 eða senda póst á lsk@mk.is