Lokun framhaldsskóla til 12. apríl

Með auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að takmarka skólastarf frá og með 16. mars 2020 til og með 12. apríl 2020. Þar er m.a. mælt fyrir um lokun framhaldsskóla og skuli fjarkennslu sinnt eftir því sem unnt er skv. nánari ákvörðun menntamálayfirvalda.  Yfirvöld munu endurmeta þörf á takmörkun skólastarfs eftir því sem efni standa til.

Nú stendur yfir skipulag fjarnáms í skólanum, kennsluáætlanir verða endurskoðaðar og námið aðlagað breyttum aðstæðum tímabundið. Nemendur fá nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag námsins strax eftir helgi og unnið er að því að hnýta lausa enda yfir helgina. Svarað verður í síma á skrifstofu skólans á meðan á lokun stendur og verða settir upp símatímar kennara og náms – og starfsráðgjafa strax á mánudag.

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=23a0ee4d-6537-11ea-945f-005056bc4d74

Heimasíða skólans verður uppfærð reglulega með nýjustu upplýsingum og leiðbeiningum.