Nemendur þurfa að sýna miða og skilríki við innganginn.
Bjóði nemandi með sér gesti utan MK ber nemandinn ábyrgð á þeim einstaklingi og að hann hagi sér í samræmi við skólareglur MK. Ef nemandi eða gestur á hans ábyrgð brýtur skólareglur á ballinu fær nemandinn viðvörun í INNU og fær ekki að mæta á næsta skólaball.
Aðkeypt gæsla verður á staðnum ásamt starfsfólki frá MK.
Ölvun ógildir miðann sem og öll notkun nikótíns, tóbaks eða annarra fíkniefna. Hringt verður í forráðamenn ólögráða einstaklinga ef þeir eru undir áhrifum vímugjafa.
Á böllum MK er edrúpottur og allir sem blása í áfengismæli setja nafnið sitt í pott. Eftir ball eru dregnir út 10 heppnir þátttakendur sem fá gjafabréf upp á 10.000 kr. hvert. Allir nýnemar sem koma á ballið þurfa að blása.
Forráðamenn eru hvattir til að sækja börn sín eftir ballið sem lýkur kl. 01:00.
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að aðrar samkomur sem nemendum bjóðast, eins og fyrirparý, eru ekki á vegum skólans.