Sálfræðingur til starfa

Á dögunum hóf Ásrún Á. Jónsdóttir, sálfræðingur, störf í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún veitir nemendum skólans sálfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að panta tíma hjá Ásrúnu í gegnum tölvupóst, asrun.jonsdottir@mk.is og í gegnum mk.is undir nemendaþjónusta.

Ásrún er með „opið hús“ á mánudögum frá kl. 13:00 til kl. 15:00 og þá er hægt að koma við hjá henni með spurningar og/eða bóka tíma.