Úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðslunemi frá Hong Kong og nemi frá Búlgaríu varð í fyrsta sæti í keppninni um Plate Trophy verðlaunin, en sá keppnishluti er fyrir þá sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni og var Róbert okkar Demirev í þeim hópi. Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu. Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award). Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00. Með fréttinni fylgir mynd af verðlaunaveggspjaldinu.