Fyrirsagnir frétta

12.11.2019

Menntaskólinn í Kópavogi fær jafnlaunavottun

Menntaskólinn í Kópavogi fékk á dögunum afhenta staðfestingu á því að skólinn uppfylli kröfur jafnlaunastaðals (IST-085:2012), en lokaúttekt á staðlinum fór fram í maí s.l. og vottunin gildir frá 5. september. MK er þar með fyrsti framhaldsskóli la...
11.11.2019

Stöðupróf í norsku og sænsku

Vakin er athygli á því að haldin verða stöðupróf í norsku og sænsku 7. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.  Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.
11.11.2019

Séraðstoð/séraðstæður í lokaprófunum

Nemendur sem  hafa skilað inn greiningu um námsvanda stendur til boða séraðstoð/séraðstæður í lokaprófunum í des. Þeir sem vilja nýta sér það verða að hafa samband við námsráðgjafa fyrir 15 nóvember.
08.11.2019

Skrifstofa og bókasafn lokað milli 14:30 og 15:30

Skrifstofa og bókasafn skólans er lokað í dag, föstudaginn 8. nóvember kl. 14:30-15:30 vegna starfsmannafundar.
04.11.2019

Ferðamálaskólinn - Nám með nýju sniði

Frá og með vorönn 2020 verða allir áfangar Ferðamálaskólans kenndir í fjarnámi með þremur staðbundnum vinnulotum. Staðlotur verða sem hér segir: lota: 9.-11.janúar (kynning á námsefni og kennsluhugbúnaði, verkefnavinna) lota: 27.-29. febrúar (ver...