Fréttir

24.11.2023

Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember fór fram orðaleit í Menntaskólanum í Kópavogi. Nemendur spreyttu sig á nýyrðasmíði. Fyrirbærið sem nefna átti er notað á veitingahúsum. Það kallar á viðskiptavini þegar maturinn er til. Mörg góð og nothæf nö...
15.11.2023

Kynning frá Rauða krossinum fyrir nemendur í félagsfræði

Nemendur í félagsfræði hjá Hjördísi og Maríu Ben fengu heimsókn frá Rauða krossinum föstudaginn 10. nóvember. Þeir fengu kynningu á helstu verkefnum Rauða krossins innanlands og erlendis sérstaklega varðandi flóttamenn og neyðaraðstoð á hamfarasvæðum. Nadía Ýr frá Rauða krossinum fræddi nemendur meðal annars um hlutverk fjöldahjálparstöðva eins og Kórinn í Kópavogi og hvað væri gert til að hjálpa fólki á flótta vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Ekki grunaði okkur þá hvað væri í vændum vegna jarðhræringa í Grindavík síðar um kvöldið. Þessir nemendur eru án efa meðvitaðri núna um mikilvægi þess að hjálpa fólki í neyð hvar sem er í heiminum.
06.11.2023

Hrekkjavökuball MK

Fimmtudaginn 9. nóvember verður Hrekkjavökuball MK haldið í Kolaportinu. Mikið verðum um dýrðir en fram koma DJ Karítas, Kalli, Birnir, Aron Can og Daniil. Nemendur eru hvött til að mæta í búningum en athugið samt að það er ekki leyfilegt að mæta með vopn þó svo að þau séu úr plasti. Miðasalan hófst...
30.10.2023

Innritun á vorönn 2024

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2024 hefst fyrir alla nemendur þann 1. nóvember og stendur til 30. nóvember 2023. Sótt er um rafrænt á vef Menntamálastofnunar: menntagatt.is
25.10.2023

Vetrarfrí 26. - 27. október

Á morgun hefst tveggja daga vetrarfrí. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 30. október. Njótið vel 😊