Fréttir

08.06.2023

Vegna aðsóknar í Menntaskólann í Kópavogi

Um leið og við erum þakklát fyrir þá miklu aðsókn sem er í Menntaskólann í Kópavogi bendum við á að nemendur eru innritaðir miðað við ákveðnar leikreglur og það þýðir ekkert að hafa sérstaklega samband og hafa áhrif á það ferli. Starfsfólk skólans vinnur nú við innritun í samstarfi við Menntamálastofnun.
26.05.2023

Skólinn lokaður þriðjudaginn 30. maí

Skólinn verður lokaður þriðjudaginn 30. maí vegna starfsmannaferðar. Opnum aftur miðvikudaginn 31. maí kl. 10.
25.05.2023

Vel mætt á auka kynningu á MK

Þar fóru námsráðgjafi, kennari á afreksíþróttasviði og formaður nemendafélagsins yfir það hvað skólinn hefur upp á að bjóða fyrir væntanlega nýnema og svo var gengið um húsið og skoðað það sem fyrir augu bar. Almenn ánægja var með heimsóknina og hér...
20.05.2023

Prófsýning og námsmat

Nemendur eru hvattir til að koma í prófsýningu............
20.05.2023

Útskriftir vorannar 2023

Nemendur dagskóla, stúdentsefni og verknámsnemar í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og kjötiðn útskrifast föstudaginn 26. maí kl 14:00 í Digraneskirkju. Kvöldskólanemendur (matsveinar, matartæknar, meistaranemar og nemendur leiðsöguskóla) útskrifast fimmtudaginn 25. maí kl 16:00 í Digraneskirkju. Öll útskriftarefni eiga að hafa fengið nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag útskriftar sendar í tölvupósti.