Áfangaval fyrir haustönn 2024

Opnað verður fyrir áfangaval haustannar 2024 í INNU mánudaginn 11. mars kl. 08:00 og verður valið opið til kl. 15:00 föstudaginn 22. mars.

Nemendur fæddir 2006 og 2007 velja með sínum umsjónarkennara í kennslustund. Eldri nemendur velja sjálfir en geta einnig fengið aðstoð hjá áfangastjóra, námsstjóra eða hjá námsráðgjöfum.

Á heimasíðu skólans undir flipanum BÓKNÁM og ÁFANGAR eru áfangalýsingar, listi yfir áfanga í boði næstu annir, kynning á áhugaverðum áföngum á haustönn og leiðbeiningar um val í INNU. Sjá nánar á slóðum hér að neðan.

Yfirlit yfir námsbrautir MK eru á heimasíðu skólans undir flipanum BÓKNÁM og BRAUTIR. Nemendur geta líka skoðað sína námsbraut í INNU með því að velja Námsferill - braut. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi haldi vel utan um námsferil sinn svo hann geti útskrifast samkvæmt áætlun.

Upplýsingar um áfangaframboð

Áhugaverðir áfangar haust 2024

Leiðbeiningar um val í Innu