Áfanginn Orka

Nokkur lógólógó

Á vorönn 2020 verður kenndur áfangi á þriðja þrepi sem nefnist Orka. Áfanginn er einnig kenndur í fjölbrautaskólanum í Numedal og menntaskólanum í Teplice í Tékklandi. Í áfanganum ferðast þrettán nemendur og tveir kennarar frá MK og sextán nemendur og þrír kennarar frá fjölbrautaskólanum í Numedal til Menntaskólans í Teplice og við fáum sextán nemendur og þrjá frá Teplice í heimsókn til okkar í MK.
Lögð verður áhersla á að nemendur frá MK kynni nemendum frá Tékklandi og Noregi um landið Ísland, þjóðina, menningu og auðlindir hennar og að þeir fái svipaða kynningu frá nemendum í Tékklandi og Noregi. Nemendur greiða enga kostnað af ferðalögum því áfanginn er styrktur af Iceland, Lichterstein and Norway grants og DZS (DZ Education).

Farið verður í heimsókn á markverða staði í báðum heimsóknunum en jafnframt lögð áhersla á að nemendur heimsæki orkuver (brúnkola-,jarðhita-,  kjarnorku-, rafmagns- og vindorkuverum) og kynnist starfsemi þeirra.  Nemendur þjálfast í að nota ensku við ýmsar aðstæður og er enska samskiptamál nemendanna sín á milli. Þeir vinna verkefni um orku og orkuvinnslu í heimsóknum sínum og leggja mat á umhverfisáhrif og sjálfbærni orkuvinnslunnar.  Þannig öðlast nemendur færni í að vinna með stærðfræði og eðlisfræði við raunhæfar aðstæður.  Þeir nota tölvuforrit og upplýsingar af netinu við úrlausn verkefna. Nemendur bera saman orkuvinnslu í Tékklandi, Noregi og á Íslandi og draga ályktanir af niðurstöðunum. Áfanginn er þriggja eininga áfangi.