Áfram stelpur og kvár

Þriðjudaginn 24. október er kvennafrídagurinn. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf þennan dag og ljóst að ekki verður hægt að bjóða upp á fulla þjónustu innan skólans. Þannig verður skrifstofa skólans, mötuneyti og bókasafn lokað. Konur og kvár sem fella niður kennslu í skólanum til að mæta á Austurvöll senda nemendum sínum skilaboð í gegnum INNU.