Áfram Viktoría Björt í söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram 6.apríl kl. 19:45 í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Viktoría Björt er að keppa fyrir hönd MK. Við hvetjum öll til að mæta á keppnina og styðja okkar konu en miðar verða seldir við innganginn og kosta 4900 kr. Þau sem komast ekki eru hvött til að fylgjast með í beinni útsendingu á RUV og kjósa okkar keppanda en númerið hennar er 900-9111

Áfram MK!