Afrekssvið

Nýverið var stofnað afrekssvið við Menntaskólann í Kópavogi.

Nemendur sem hafa hafið nám útskrifast ekki af afrekssviði en fá 5 einingar á önn metnar fyrir þátttöku og koma þær í staðinn fyrir valáfanga og íþróttaáfanga.
Í hverri viku fá nemendur á afrekssviði verklegan tíma, tíma í styrktarþjálfun og bóklegan tíma.

Námið er unnið í nánu samstarfi við Breiðablik, HK og Gerplu. Nemendur á afrekssviði fá leyfi frá skóla ef þeir eru að fara í keppnisferðir og víðtækan stuðning í námi með íþróttum.

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera virkur iðkandi í félagi innan ÍSÍ.

Nánari upplýsingar gefur Daði Rafnsson, fagstjóri afrekssviðs í dadi.rafnsson@mk.is

Nemendur sem hafa þegar hafið nám geta skráð sig á sviðið með því að senda póst á Helene H. Pedersen áfangastjóra í netfangið helene.pedersen@mk.is