Allt á uppleið í MK

Menntaskólinn í Kópavogi hefur alla tíð verið einstaklega snyrtilegur skóli og umgengni ávallt verið til fyrirmyndar.  Síðustu tvær vikur hefur umgengni í skólanum verið slæm. Stjórnendur sendu bréf á nemendur með áskorun til nemenda að bæta ráð sitt og tóku þá ákvörðun að fresta nýnemakvöldi og fyrirhuguðu skólaballi þar til ástandið batnaði.   

Nemendur tóku tiltali stjórnenda alvarlega og hafa verið til fyrirmyndar síðustu tvo daga. Það fer ekkert á milli mála að nemendur í MK ætla að standa saman gegn sóðaskap og slæmri umgengni. Það ríkir því bjartsýni í búðum stjórnenda um að innan tíðar muni glaðir og kátir nemendur í MK mæta prúðbúnir og snyrtilegir á fyrsta skólaball vetrarins.