Bakaranemar í Belgíu

Dagana 4.-30. nóvember munu bakaranemarnir Arnór Ingi Bergsson og Hákon Leó Hilmarsson vera við starfsnám hjá konfektgerðinni Valentino í nágrenni Brusselborgar. Námsferðin er styrkt af Erasmus+ og skipulögð í samstarfi við Campus Wemmel starfsmenntaskólann. Við óskum piltunum alls hins besta og hlökkum til að heyra frá þeim að dvölinni lokinni.