Breytt skipulag haustannar í Menntaskólanum í Kópavogi

Það er ljóst að næstu mánuði og misseri munum við þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna Covid-19. Því er rétt að skipuleggja skólastarf miðað við þá staðreynd, frekar en að hertar samkomutakmarkanir verði til þess að kollsteypa skólastarfi með reglulegu millibili.

Í Menntaskólanum í Kópavogi verður nú öll kennsla bóklegra greina sett upp með fjarkennsluformi og mun kennsla verklegra greina verða í bland á staðnum eða í fjarnámi eins og við verður komið.

Við einsetjum okkur samt sem áður að nýta allt rými sem gefst til að taka á móti nemendum eins og kostur er.

Kennarar skólans munu nú í annar byrjun endurskipuleggja kennslu og kennsluhætti, sitja námskeið um fjarkennslulausnir og almennt undirbúa sig rækilega fyrir komandi skólaár svo sem best takist til.

Í þessu ljósi hefur skólabyrjun verið breytt með eftirfarandi hætti:

Nýnemar við skólann (bæði yngri og eldri nýnemar) verða boðaðir í skólann í litlum hópum dagana 19. til 21. ágúst. Þann tíma notum við til að kenna þeim á innri kerfi skólans, kennslukerfið Moodle og hvernig við notum Teams og fleiri forrit í fjarnámi. Nemendur fá rafræna kynningu á innviðum skólans, námsráðgjöf, upplýsingatækniveri og fleiru sem skiptir máli svo skólinn gangi sem best við þessar óvenjulegu aðstæður.

Nýnemar verða boðaðir með sérstöku fundarboði síðar í vikunni og mæta þá hver um sig í 3 klst. dagana 19. til 21. ágúst.  Fyrsti reglulegi kennsludagur haustannar verður því þann 24. ágúst en þá verður kennt skv. stundatöflu.

  • Boðuð nýnemakynning sem átti að vera föstudaginn 14. ágúst fellur því niður
  • Fyrsti kennsludagur verður mánudagur 24. ágúst
  • Nýnemar verða boðaðir sérstaklega dagana 19. – 21. ágúst

Kveðja
Guðríður Eldey Arnardóttir
Skólameistari MK