Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember fór fram orðaleit í Menntaskólanum í Kópavogi.

Nemendur spreyttu sig á nýyrðasmíði. Fyrirbærið sem nefna átti er notað á veitingahúsum. Það kallar á viðskiptavini þegar maturinn er til. Mörg góð og nothæf nöfn bárust frá nemendur.

Verðlaun eru veitt fyrir tvö bestu nöfnin að mati dómnefndar en í henni sátu íslenskukennarar skólans.

Erika Nótt Einarsdóttir fyrir tilkall
Hulda Hanna Vignisdóttir og Haukur Máni Gíslason fyrir matarkall

Dæmi um aðrar tillögur: matarbjalla, hossingur, mamma, matarpípir, kallari, skellibjalla, matarmelda, fæðusnælda, tilkynnir, boðberi.