Dómsmálaráðherra í stjórnmálafræðitíma

Nemendur í stjórnmálafræði fengu góða heimsókn síðastliðinn föstudag í kennslustund.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra mætti í tíma og ræddi við nemendur um ýmislegt tengt stjórnmálum. Hún fræddi nemendur um störf alþingismanna og ráðherra og margvísleg verkefni sem þeir þurfa að sinna.

Einnig ræddi ráðherra um starf sitt sem dómsmálaráðherra og hvaða málaflokkum hún þarf að sinna í sínu ráðuneyti.

Nemendum gafst líka tækifæri á að spyrja Áslaugu Örnu ýmissa spurninga og var hún til að mynda spurð um lögleiðingu fíkniefna, hvað væri erfiðast við að vera ráðherra og um fangelsismál. Dómsmálaráðherra ræddi einnig við nemendur um mikilvægi þess að þora að takast á við stórar og erfiðar áskoranir, að þora að gera mistök og læra af þeim og hversu þýðingarmikið það er að geta tjáð skoðun sína.

Dómsmálaráðherra talar við nemendur MK

Nemendur hlusta á dómsmálaráðherra