Útskrift kvöldskóla og fullorðinsfræðslu

Matsveinar
Matsveinar

Í fyrri útskrift Menntaskólans í Kópavogi vorið 2022 útskrifuðust 18 leiðsögumenn, 32 matsveinar og matartæknar og 31 iðnmeistari.

Þuríður Margrét Gísladóttir var með hæsta meðaleinkunn matsveina:  9,64. 

Miranda Dorota Borowska  var með hæsta meðaleinkunn matartækna: 9,36

Þór Ingi Erlingsson hlaut hæsta meðaleinkunn iðnmeistara

Birgir Þórisson og Styrmir Kári Erwinsson fengu viðurkenningar fyrir hæsta meðaleinkunn frá Leiðsöguskólanum.

Það er sérlega gaman að segja frá því að Miranda Dorota starfar í mötuneyti Menntaskólans í Kópavogi en hún náði einmitt bestum árangri matartækna.

Það er sérstakt fréttaefni að fyrsti hópur matsveina og matartækna er að útskrifast eftir að skólinn fór að bjóða upp á námið í dreifnámi. Með því að bjóða upp á verknám í dreifnámi er nemendum um allt land gert kleift að ná sér í starfsréttindi óháð búsetu.