Verðlaunanemendur brillera í Háskóla Íslands

Þann 29. ágúst tóku þrír fyrrverandi nemendur Menntaskólans í Kópavogi við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.
 
Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
 
Styrkþegar frá MK að þessu sinni eru tvíburasysturnar: Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Biering og Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering ásamt Roman Chudov.
Þau eru okkur í MK eftirminnilegir nemendur og óskum við þeim alls hins besta í lífi og starfi.