Enskudeildin er búin að opna *bar

Í stöðugri viðleitni okkar til að hvetja nemendur til lesturs höfum við stofnað BAR! (*Borrow and Read)

Hugmyndin er að nemendur og starfsfólk geti fengið lánaða bók og helst skilað henni aftur til að fleiri fái að njóta hennar síðar. Komið og kíkið á herlegheitin í stofu N102. 

Við höfum farið á fjörur við kennara, nemendur, vini, vandamenn, guð og hvurn mann sem hafa tekið okkur vel og gefið bækur. Ef einhver á bækur á bækur á ensku heima til að styrkja málstaðinn er það vel þegið og lesið.

Caroline, Elísabet, Eva, Guðný and Heiðrún