Eygló Hildur Ásgeirsdóttir hafnaði í öðru sæti

Á dögunum fór fram framhaldsskólamót í hestaíþróttum. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir, nemandi okkar á afreksíþróttasviði, tók þátt fyrir hönd skólans. Hún keppti í tölti þar sem hún endaði í öðru sæti og í slaktaumatölti þar sem hún endaði í 4. sæti.  Við óskum Eygló Hildi til hamingu með þennan flotta árangur.