Fjármálavika í læsi

Fjármálalæsi stendur yfir hjá nemendum læsis þar sem þau fræðast um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þau læra að lesa á launaseðil, fara yfir helstu atriði skattaskýrslu og öðlast hæfni í að meta lán og reikna út hvað kostar að kaupa og reka bíl með eða án þess að taka lán. Nemendur horfðu á þættina „Ferð til fjár“ og unnu verkefni úr þeim. Þau voru skráð í VR „skóla lífsins“ þar sem nemendur læra að búa til ferilskrá, hvernig skal bera sig að í atvinnuviðtali og margt fleira.

Hér má sjá þau á fyrirlestri Eflingar sem bar yfirskriftina „Ég læt ekki svindla á mér“ þar sem farið var yfir réttindi launþega t.d. að fá fulla vakt borgaða, pásur og fræðslu um veikindarétt svo fátt eitt sé nefnt.

Nemendur sitja í fyrirlestrarsal MK