Fjartyllidagar í MK

Dagskráin næstu daga er eftirfarandi:

Á miðvikudaginn 11.11. er Among Us kvöld.

Það eru svo fjórir viðburðir sem verða á fimmtudag og föstudag

  • Í hádeginu á fimmtudag gefst nemendum kostur á að hitta vini sína og félaga í stutta stund í MK. Við ætlum að koma saman og spjalla um gildi skólans, en þetta er skemmtilegt tækifæri til að hitta félagana og spjalla. Viðburðurinn hefst kl. 12:00 og líkur 12:30 og nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn. Slóðin á skráninguna er inni í Teams hópnum Félagslíf í MK. Minnum á grímuskyldu. Hámark verða 10 nemendur í stofu.
  • Eins og allir vita er stór landsleikur í knattspyrnu karla á fimmtudagskvöldið, Ungverjaland – Ísland kl. 19:45. Þá ætlum við að hvetja Íslendinga áfram og höfum við fengið Pétur Jóhann til að vera með uppistand fyrir okkur sem upphitun. Viðburðin verður á Félagslíf í MK hópnum á Teams.
  • Í hádeginu á föstudag ætlum við að koma okkur í helgargírinn og dansa. Hver er ekki til í smá dans í upphafi helgar.
  • En að máli málanna. Hver er ekki til í geggjað stuð á föstudaginn og gott og skemmtilegt Pubquiz sem Auddi og Steindi ætla að sjá um. Þvílíkt stuð og stemming. Viðburðurinn verður í Félagslíf í MK hópnum á Teams.

Hægt er að fylgjast með viðburðum inn á Teams hópnum Félagslíf í MK og sjá dagskrána inn á Instagramsíðunni: mk.nemendafelag.