Fjölmiðlafræðinemendur fengu innsýn í störf RÚV

Nemendur í fjölmiðlafræði skelltu sér í heimsókn á RÚV síðasta föstudag til kynnast starfsemi þessi. Valgeir Örn Ragnarsson, varafréttastjóri tók á móti nemendum og kynnti þeim fyrir ýmsu skemmtilegu í húsakynnum RÚV. Til að mynda fengu nemendur að heimsækja útvarpstúdíó, skoða fréttamyndver sjónvarpsins og fylgjast með undirbúning á beinni útsendingu. Þá hittu nemendur dagskrárgerðafólk, leikmyndahönnuði og fleiri starfsmenn sem fræddu nemendur um störf sín. Einnig fengu nemendur fræðslu um vinnslu frétta.