Forvarnardagurinn 2020

Til vinstri er Ásthildur Margrét Gísladóttir sálfræðingur og til hægri er Helena Halldórsdóttir kenn…
Til vinstri er Ásthildur Margrét Gísladóttir sálfræðingur og til hægri er Helena Halldórsdóttir kennari.

Þann 7. október var forvarnardagurinn í Menntaskólanum í Kópavogi. Í tilefni dagsins hélt Ásthildur Margrét Gísladóttir, sálfræðingur frá fyrirtækinu Betri svefn, fyrirlestur um mikilvægi svefns fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Markmið fyrirlestursins var að auka þekkingu á mikilvægi svefns og áhrif hans á andlega líðan. Fyrirlesturinn var hluti af styrk sem Menntaskólinn í Kópavogi fékk frá Kópavogsbæ. 

Vegna aðstæðna í samfélaginu þá var fyrirlesturinn sýndur í beinni á TEAMS og því tómur salurinn.