Frumkvöðlafræði

Nemendur í frumkvöðlafræði leggja nú lokahönd á hugmyndir sínar og verða með vörur sínar til sýnis og sölu á vörumessu í Smáralind 9. og 10. apríl næstkomandi.

Áfanginn er skylda á viðskiptabraut en jafnframt opinn nemendum af öðrum brautum. Nemendur stofna fyrirtæki og koma viðskiptahugmynd af hugmyndastigi yfir í söluhæfa vöru. Ungir frumkvöðlar er alþjóðlegt verkefni sem stendur fyrir vörumessunni í Smáralind en þangað mæta framaldsskólanemendur úr 15 framhaldskólum víðsvegar um landið. Mikil áhersla er lögð á endurnýtingu og sjálfbærni í þessari vinnu.

Fimm fyrirtæki frá MK mæta í Smáralind að þessu sinni en þau eru í stafrófsröð.

Bucket hattar - hattar saumaðir úr gömlum gallabuxum og þeim gefið nýtt líf.   Instagram: buckethatturinn

HAWT – BBQ sósa úr íslenskum hráefnum, m.a. tómötum frá Friðheimum og súkkulaði frá Omnon. Sósan er án rotvarnarefna.   Instagram: bbq.hotsauce

Hreggviður – ostabakkar unnir úr rekaviði sem sem sóttur var í samvinnu við Bláa herinn í fjöruna á Reykjanesi.   Instagram: hreggvidur.honnun

Kandla kerti – vegan ilmkerti unnin úr soya olíu.   Instagram: kandla.kerti

Maska – húðmaski sem inniheldur CBD olíu.   Instagram: cbdmaski

Hvetjum alla til að fylgja þessum frábæru fyrirtækjum á Instagram