Fyrsta ball vetrarins hjá MK

Fyrsta ball vetrarins hjá MK var haldið í Gamla bíó þann 28. september síðastliðinn.

Stemmingin var frábær og krakkarnir okkar til fyrirmyndar.

Skemmtikraftarnir voru heldur ekki af verri endanum en við fengum DJ Karítas, Daniil og sjálfan Pál Óskar til að halda uppi stuðinu og erum mjög montin af.

Þó erum við auðvitað aðeins meira montin af því að hafa haft bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans á sviðinu, enda skemmtikraftar í gæðaflokki, en það voru þeir Kalli, Arnór og Mikael auk Hr. Hnetusmjörs sem trylltu lýðinn.

Til hamingju krakkar með flott ball og áfram svona ❤

Hjartað slær í MK!

Páll Óskar hr. Hnetusmjör Stuð