Fyrsta útskrift vorsins

Hrönn Kristey Atladóttir flytur ræðu og frumsamið ljóð
Hrönn Kristey Atladóttir flytur ræðu og frumsamið ljóð

Fyrsta útskrift vorsins í MK var í dag 15. maí. Þá luku þrír nemendur fullnaðarprófi af starfsbraut eftir fjögur viðburðarík ár.  Fyrir hönd nemenda hélt Hrönn Kristey Atladóttir ræðu og kvaddi skólann sinn með hlýjum orðum. Hún flutti af því tilefni frumsamið ljóð sem við fengum góðfúslega leyfi til að birta, enda vel ort og er fallegur óður til landsins okkar og náttúru.

 

Litir náttúrunnar

Landið mitt flóran litar
með laglegum lit
Gulum, bláum, grænum,
litum öllum vænum.

Himinhvelfingin háa,
stóra mikla bláa.
Augum sínum allt leit,
viti best allra veit.

Nemandi ásamt tveimur kennurum

Nemandi ásamt tveimur kennurum

Nemandi ásamt tveimur kennurum