Gettu betur sigur

Gettu betur liðinu okkar gekk mjög vel í keppninni 5. janúar. Þau unnu Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu 22 – 8.

Þau eru því komin í aðra umferð, en dregið verður í hana eftir síðustu keppni fimmtudaginn 7. janúar. En keppnin mun fara fram 12. – 13. janúar og verður útvarpað á Rás 2.