Gísli Marteinn heimsótti nemendur í fjölmiðlafræði

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á RÚV heimsótti  þann 26. október nemendur í fjölmiðlafræði.

Hann ræddi meðal annars um það við nemendur hvernig hann skipuleggur og undirbýr sjónvarpsþáttinn sinn, Vikan með Gísla Marteini.

Þá fræddi hann nemendur um það hvernig er að starfa á fjölmiðlum og muninn á óíkum miðlum.

Einnig  ræddi hann við nemendur um íslenskan fjölmiðlamarkað og mikilvægi þess að hafa sterka fjölmiðla. 

Gísli að útskýra