Gjöf frá Járni og gleri, grillveisla annars bekkjar nemenda í Hótel og matvælaskólanum

Nemendur og kennarar þökkuðu svo fulltrúa Járns og glers fyrir gjöfina og endaði þetta allt í hópmynd með nemendum, kennurum ásamt fulltrúa frá skólanum og Weber á Íslandi. 

Forréttur:
-          Heill grillsteiktur karfi sem skammtaður var af framreiðslunemum við borð gestsins og með því var borið fram piperade grænmeti

Aðalréttur
-          Gljáður lambabógur með úrvali af íslensku grænmeti og chimicurri

Eftirréttur
-          Grillaðir ávextir með sabayon sósu

Með þessum grillum aukast enn möguleikar til kennslu og vill skólinn færa fyrirtækinu Járni og gleri alúðarþakkir fyrir gjöfina.