Guðríður Hrund Helgadóttir skipuð skólameistari MK

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði  í gær Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara MK  til næstu fimm ára. Guðríður Hrund hefur verið starfandi skólameistari í vetur. Við óskum forvera hennar, Guðríði Eldey Arnardóttur velfarnaðar á nýjum vettvangi.