Heimsókn á Alþingi

Nemendur í áfanganum viðskiptalögfræði fóru í heimsókn á Alþingi. Það er venja í áfanganum að heimsækja Alþingi og kynnast störfum þingsins og alþingismanna. Eftir skoðunarferð um húsið tók Willum Þór Þórsson, alþingismaður og fyrrverandi kennari í MK, á móti hópnum ásamt fleiri þingmönnum. Hann fræddi nemendur um Alþingi og svaraði spurningum nemenda. Þar á eftir var farið á þingpalla og fylgst með þingfundi. Kennari í áfanganum er Þórir Bergsson.