Helgi Kristjánsson, aðstoðarskólameistari Menntaskólans í Kópavogi er látinn.

Helga er þakkað langt og farsælt starf við Menntaskólann í Kópavogi í 24 ár sem einkenndist af fagmennsku, samviskusemi og umhyggju fyrir nemendum og samstarfsfólki. Helgi var góður vinur og félagi og því er margs að sakna.

Starfsfólk og nemendur Menntaskólans í Kópavogi senda fjölskyldu Helga innilegar samúðarkveðjur.