Hrekkjavökuball MK

Fimmtudaginn 9. nóvember verður Hrekkjavökuball MK haldið í Kolaportinu. Mikið verðum um dýrðir en fram koma DJ Karítas, Kalli, Birnir, Aron Can og Daniil. Nemendur eru hvött til að mæta í búningum en athugið samt að það er ekki leyfilegt að mæta með vopn þó svo að þau séu úr plasti.

Miðasalan hófst í hádeginu í dag fyrir nemendur MK og kostar miðinn fyrir þau 4.990 kr. Miðasala fyrir aðra en MK-inga hefst í hádeginu á morgun, þriðjudag og kostar 5.990 kr. Nemendur annarra skóla verða að vera boðsgestir ábyrgðarmanna sem eru nemendur MK. Ekki er hægt að kaupa miða á ballinu.

Ballið hefst kl. 21:30 og stendur til kl. 01:00 en dyrnar loka kl. 22:30 og eftir það verður ekki hægt að komast inn.

Þau sem ætla á ballið kaupa miða í gegnum tengla (hér að neðan) en einnig þurfa allir ballgestir að hafa armbönd. Þau verða afhent á skrifstofutíma á skrifstofu MK á miðvikudag og fimmtudag (8:15-16:00 og opið í hádeginu).

Allir ballgestir fæddir 2007 þurfa að blása í áfengismæla og taka þá þátt í edrúpotti en edrúpotturinn er valkvæður fyrir eldri gesti.

Miðasalan er í gegnum þessa tengla:

Innan skóla: https://yess.is/e/nmk/halloween_mk2023

Utan skóla: https://yess.is/e/nmk-utanskola/halloween_mk2023