Innritun í bóknám fyrir haustönn 2021

Innritun á starfsbrautir fyrir einhverfa nemendur fer fram 1.-28. febrúar

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2021 (fæddir 2005 eða síðar) hefst 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur fá sent bréf frá Menntamálastofnun með leiðbeiningum um hvernig sækja á um.

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní
Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.  Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. 

Innritun eldri nemenda fer fram 5. apríl til 31. maí
Eldri nemendur (fæddir 2004 og fyrr) geta sótt um frá 5. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.