Innritun lokið

Innritun fyrir haustönn 2020 er lokið í MK. Aðsókn að skólanum var frábær. Við bjóðum 260 nýnema velkomna í MK þar af 69 nemendur sem innritast á afreksíþróttasviðið sem hóf göngu sína fyrir ári síðan.

Hafið það gott í sumar og við hlökkum til að hitta ykkur á nýnemakynningunni föstudaginn 14. ágúst.