Íþróttaáfangar í MK

Kæru nemendur

Nú er ljóst að hvorki MK né Sporthúsið muni opna fyrir nemendum fyrr en í fyrsta lagi 4. maí vegna framlengingar samkomubanns. Það er afar ólíklegt að nemendur nái að mæta meira í íþróttir á þessari önn og því höfum við ákveðið að afgreiða íþróttaáfangana fljótlega eftir páskafrí.

Viðmiðið til að ná einni einingu í íþróttum í vor (bæði Sporthúsinu og þjálfun) verður lækkað úr 23 skiptum í 10 skipti. Til að ná 2 einingum þarf að hafa mætt 23 skipti áður en öllu var lokað. Við höfum sett inn nýjustu mætingartölur fyrir Sporthúsið í Moodle þannig að þið getið séð strax hvort þið hafið náð áfanganum eða ekki. Útskriftarnemendur sem ná ekki íþróttum á þennan hátt verða skoðaðir sérstaklega með tilliti til aðstæðna.

Ef þið hafið spurningar varðandi Sporthúsið þá getið þið annað hvort sent tölvupóst í gegnum áfangann á Moodle eða á netfangið: sporthusid@mk.is

Ef þið eruð á Afrekssviði þá gildir annað um ykkur. Daði Rafnsson sendir ykkur sérstakan tölvupóst varðandi ykkar námsmat.

Þeir nemendur sem eru skráðir í þjálfun (ekki Sporthúsið) þurfa að láta sinn þjálfara, eða starfsmann frá sinni líkamsræktarstöð, senda inn staðfestingu á mætingum rafrænt á netfangið: thjalfun@mk.is

Þetta þarf að gerast sem fyrst eftir páskafrí eða í síðasta lagi 22. apríl.

Ég vona að allir séu við góða heilsu, haldi áfram að hreyfa sig og ástunda hollan lífstíl þrátt fyrir samkomubann og breyttar aðstæður í samfélaginu. Nú er um að gera að hugsa vel um sig í páskafríinu og mæta svo til leiks úthvíldur og vel stemmdur fyrir lokasprettinn.

Gangi ykkur vel í öllum ykkar verkefnum og hlakka til að sjá ykkur aftur í MK.

Bestu kveðjur,

Hjördís Einarsdóttir
Aðstoðarskólameistari